IMPERFECT PERFECTIONS - Peony
IMPERFECT PERFECTIONS - Peony
IMPERFECT PERFECTIONS - Peony
IMPERFECT PERFECTIONS - Peony
Katarína Stefánsdóttir

IMPERFECT PERFECTIONS - Peony

Upphaflegt verð 22.500 kr 0 kr Vöru verð hvern
Sendingar kostnaður reiknast í lokinn.

Líkami konu handgerður og kastaður af Katarínu í 925 silfri.

Ég bjó til þessi hálsmen til að minna mig og alla sem munu bera þau, að elska sjálfan sig og að elska líkama sinn.
Að líta í spegilinn og telja upp alla hluti sem þú elskar við þig sjálfa.
Að elska alla ‘’gallana’’ þína, vegna þess að það eru þeir sem gera þig öðruvísi, áhugaverða og fallega, og þeir segja sögu þína.
Að stanslaust vinna í sjálfri þér.
Að æfa og borða góðan næringarríkan mat, ekki út af útliti eða pressu samfélagsins að passa inn í ehv ímyndaðan kassa, heldur vegna þess að það fær þig að líða vel og fulla af orku.

Að gefa þér klapp á bakið því þú gerir alltaf þitt besta. Stundum er maður orkulaus eða líður illa og þá þarf maður líka að vera duglegur að vera góður við sjálfan sig og hugsa að stundum er mitt besta bara að koma mér útúr húsi, og stundum er mitt besta að bara liggja í sófanum eða rúminu heima og bara vera. Og það er í lagi!❤
Að bera sig ekki saman við aðra heldur við sjálfan sig því sama þó að allir myndu borða og hreyfa sig nákvæmlega eins myndum við samt ekki líta eins út eða líða eins.

Að setja alltaf sjálfa þig og þína líðan í fyrsta sæti❤


Handgert frá byrjun til enda og eru því engin tvö hálsmeni alveg nákvæmlega eins.

Ca 15mm langt með lykkjunni. Ca 5mm breitt.

Hannað og handgert af Katarínu Stefánsdóttur.


Einnig í boði að panta í 18K gulli eða 18K hvítagulli.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt panta þetta hálsmeni í gulli hafðu þá endilega samband við Katarínu í skilaboðum á Instagram (@katarinastefansjewelry) eða með því að senda henni mail á katarinastefansdottirjewelry@gmail.com.

Vara er staðsett á: Akranesi/Sérpöntun (Stockholm).
Afhendingarmáti: 
- Sækja (Frítt, seljandi hefur samband með afhendingarstað).
- Heimsent með póstinum (Sendingargjald reiknast á greiðslusíðu).Deila þessari vöru