Margrét Lilja Gunnarsdóttir

Ég heiti Margrét Lilja Gunnarsdóttir og er lögfræðingur. Ég hef alltaf verið mjög skapandi, klippi hár, hanna og sauma föt og mála myndir, fyrst og fremst mér til ánægju. Ég útskrifaðist úr listnámsbraut Borgarholtsskóla og hef sótt ýmis námskeið síðan, en mestmegnis prufað mig áfram sjálf. Þrátt fyrir að listin hafi ekki orðið af atvinnu er hún áhugamál sem hjálpar mér að dreifa huganum.

Ég mála bæði með akríl og olíu, en leik mér líka með vatnsmálningu, og aðra ódýra málningu og blanda jafnvel við gifs og fleira. Þá málaði ég lengi vel eingöngu á tóma pappakassa þar sem ekki voru ráð fyrir strigum meðan ég var í Háskólanum.

Ég nefni ekki verkin mín þar sem ég vil ekki að það hafi áhrif á túlkun annarra á þeim.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi verkin ekki hika við að hafa samband beint við mig í síma 662-1042 eða með tölvupósti á margretliljag@gmail.com.

Hafa samband: