Gígja.Art

Ég er Gígja.Art. 22 ára listamaður frá Mosfellsbæ. Ég hef teiknað og málað síðan ég man eftir mér, það mætti segja að listin rennur í fjölskyldunni. Ég man þegar ég fyrst ákvað að verða listamaður, ég var 13 ára og staðföst í að fara í myndlistarnám. Ég sótti framhaldsnám á myndlistabraut Fjölbrautaskóla Breiðholts og fékk þar viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur. Síðan sótti um listnám í University of Charleston í Bandaríkjunum og komst á styrk. Þar eyddi ég einu og hálfu ári en kom heim til að spreyta mig í lista-bransanum hér á Íslandi. Hér er ég í dag, skapandi skrítnar og skemmtilegar myndir sem ég vona að vekur upp spurningar, pælingar og allskonar tilfinningar. Ég teikna og þú túlkar!

Hafa samband: