byBrynja


Ég heiti Brynja Ólafsdóttir og er nemi á hagfræði- og viðskiptabraut. Ég hef mikinn áhuga á hönnun, skarti og skartgripagerð. 

Markmið mitt er að skapa fallega skartgripi fyrir ungar konur á viðráðanlegu verði. Vörurnar mínar eru handgerðar úr silfur- eða gulllituðum vír, perlum og steinum. 

Ég leitast við að hanna skart sem er bæði fínlegt og töff í senn, hver gripur er einstakur og hentar bæði dagsdaglega eða við fínni tilefni.

Vöruúrvalið stækkar jafnt og þétt og ekki hika við að hafa samband við mig ef það eru einhverjar séróskir með liti eða stærðir. 

Hafa samband: