Birna Kristel


Ég heiti Birna Kristel og er 24 ára. Ég vinn sem einkaþjálfari í sporthúsinu i Reykjanesbæ og er einnig i undirbuningi til þess að komast inn i sjúkraþjálfarafræðina i HÍ. Ég hef aldrei verið fyrir mála og aldrei sótt nein námskeið í listsköpun en hef þó alltaf verið mikið fyrir að tjá mig i ljóðum og textum. En ástæðan afhverju ég fór að mála var að tengdamamma mín var alltaf málandi og þegar hún fór frá okkur var allt hennar listadót hér og þar. Ári eftir að hún fór var ég upp í bústað og hafði ekkert að gera svo ég fór á Selfoss og keypti mér litla striga og tók fram dótið sem tengdamamma mín átti og fór að mála. Áður en ég vissi af þá var ég búinn að mála 3 myndir á 5 tímum fram að nóttu og ég var agndofa yfir þvi hvað ég var ekkert búinn að hugsa neitt í 5 tíma og að ég gæti mögulega verið þó nokkuð góð í þessu eftir allt saman. Eftir þetta hvatti bæði fjölskylda mín og kærastans mins til að halda þessu áfram. Ég mála til að gefa þvottavélinni í hausnum frið og ró og til að tjá mig og vona að málverkin mín geti talað fyrir fleiri en sjálfa mig.

Hafa samband: